Everton 1 – 2 Man Utd
1-0 Alex Iwobi(‘8)
1-1 Antony(’15)
1-2 Cristiano Ronaldo(’44)
Cristiano Rolando var hetja Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Everton.
Ronaldo var að skora sitt 700. keppnismark á ferlinum en hann kom Man Utd yfir í 2-1 á 44. mínútu.
Alex Iwobi hafði komið Everton yfir en stuttu seinna jafnaði Brassinn Antony metin fyrir gestina.
Casemiro átti svo frábæra sendingu á Ronaldo sem slapp einn gegn Jordan Pickford og tryggði stigin þrjú.
Ronaldo byrjaði leikinn á bekknum en kom inná fyrir meiddan Anthony Martial á 29. mínútu.
Man Utd lyfti sér upp í fimmta sætið með sigrinum og er níu stigum frá toppsætinu