Xavi, stjóri Barcelona, hefur staðfest það að félagið sé að selja sóknarmanninn Antoine Griezmann til Atletico Madrid.
Griezmann er þessa stundina í láni hjá Atletico frá Barcelona en hann gerði lánssamninginn í fyrra.
Griezmann var magnaður fyrir Atletico frá 2014 til 2019 áður en hann gekk í raðir Barcelona þar sem hlutirnir gengu ekki upp.
Xavi staðfesti það við blaðamenn í gær að viðræður á milli félagana væru í gangi og að það væri ósk Börsunga að losa sig alfarið við leikmanninn.
Griezmann er 31 árs gamall og hefur skorað þrjú mörk í 10 leikjum fyrir Atletico á tímabilinu.
,,Mér er sagt að samkomulag sé í höfn en að ekkert sé staðfest ennþá. Ég óska honum alls hins besta,“ sagði Xavi.
Atletico borgar um 20 milljónir evra fyrir Griezmann sem gerir samning til ársins 2026.