Gangandi vegfarendur höfðu samband við lögreglu er þau fundu lík í fjörunni við Gróttuvita á Seltjarnarnesi á ellefta tímanum í dag. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn staðfesti líkfundinn í samtali við fréttastofu RÚV sem greindi fyrst frá.
Í frétt RÚV um málið kemur fram að ekki sé talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.