KR vann lið Vals í Bestu deild karla í gær en spilað var á Meistaravöllum, heimavelli þess fyrrnefnda.
Um er að ræða stórleik á milli tveggja öflugra liða en KR hafði betur með tveimur mörkum gegn einu.
Það var ansi sorglegt að sjá hversu margir létu sjá sig á vellinum í gær en Guðmundur Jörundsson bendir á þetta á Twitter.
,,Það eru fleiri áhorfendur á æfingum hjá dóttur minni,“ skrifar Guðmundur neðar í færslunni og birtir einnig mynd af ástandinu á Meistaravöllum.
Það voru afskaplega fáir sem létu sjá sig að þessu sinni en um lítið var að keppa þar sem bæði lið eiga ekki möguleika á Evrópusæti og eru heldur ekki í fallbaráttu.
Þetta má sjá hér.
Ætli það hafi í sögu efstu deildar á Íslandi einhverntímann mætt eins fáir á leik KR og Vals? pic.twitter.com/hg6pLuZEDi
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 8, 2022