Eitt mark dugði Real Madrid til sigurs í La Liga í kvöld er liðið spilaði við Getafe á útivelli.
Eder Militao skoraði markið strax á þriðju mínútu sem kom eftir hornspyrnu frá Luka Modric.
Real var að koma sér á toppinn í bili og er með 22 stig en Barcelona á leik til góða í öðru sæti með 19 stig og betri markatölu.
Fyrr í dag spiluðu grannarnir í Atletico Madrid við Girona og höfðu naumlega betur 2-1.
Angel Correa var allt í öllu fyrir heimaliðið og skoraði bæði mörkin í sigrinum.
Atletico Madrid 2 – 1 Girona
1-0 Angel Correa(‘5)
2-0 Angel Correa(’48)
2-1 Rodrigo Riquelme(’65)
Getafe 0 – 1 Real Madrid
0-1 Eder Militao (‘3)