Eins og flestir vita þá hefst HM í Katar í næsta mánuði og geta knattspyrnuaðdáendur ekki beðið.
Um er að ræða fyrsta HM sem er haldið um vetrartímann og verður gert hlé á öllum helstu deildum Evrópu.
Wales er búið að tryggja sér sæti í lokakeppninni og með liðinu mun Chris Gunter ferðast en hann er 33 ára gamall.
Gunter á að baki 109 landsleiki fyrir Wales og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Reading frá 2012 til 2020.
Gunter mun taka ansi stórt stökk þegar mótið hefst en hann leikur í dag með AFC Wimbledon sem spilar´i fjórðu efstu deild Englands.
Gunter samdi við Wimbledon fyrr á þessu ári og er í fyrsta sinn í langan tíma að spila svo neðarlega í enska pýramídanum.
Það eru ekki margir leikmenn í fjórðu deild sem fara á HM en Gunter hefur lengi verið mjög mikilvægur hlekkur í landsliði Wales.