Brighton 0 – 1 Tottenham
0-1 Harry Kane(’22)
Það var ekki bilað fjör í síðasta deildarleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er spilað var á heimavelli Brighton.
Tottenham tókst að næla sér í mikilvæg þrjú stig á útivelli þar sem Harry Kane gerði eina markið í fyrri hálfleik.
Kane skoraði markið með skalla eftir sendingu frá Heung-Min Son og var það nóg til að tryggja sigurinn.
Tottenham er enn í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig, þremur stigum frá toppliði Arsenal.