ÍA vann gríðarlega mikilvægan sigur í Bestu deild karla í dag er liðið spilaði við Fram á heimavelli sínum á Akranesi.
ÍA er að berjast fyrir lífi sínu í efstu deild og vann 3-2 sigur í dag og fékk sín 18. stig í fallbaráttunni.
Skagamenn eru nú tveimur stigum frá öruggu sæti en þar situr Leiknir með 20 stig. Í hinu fallsætinu er FH með 19 stig.
Breiðablik er þá í raun komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á KA á Akureyri á sama tíma.
Blikar gerðu frábæra ferð norður og unnu 2-1 sigur þar sem Jason Daði Svanþórsson gerði sigurmarkið undir lok leiks.
KR vann svo stórleikinn í vesturbæ en liðið fékk Val í heimsókn og hafði betur 2-1 eftir að hafa lent undir.
ÍA 3 – 2 Fram
1-0 Eyþór Aron Wöhler(’15)
1-1 Albert Hafsteinsson(’24)
1-2 Guðmundur Magnússon(’37)
2-2 Ingi Þór Sigurðsson(’56)
3-2 Eyþór Aron Wöhler(’77)
KA 1 – 2 Breiðablik
0-1 Kristinn Steindórsson(’34)
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson(’85, víti)
1-2 Jason Daði Svanþórsson(’87)
KR 2 – 1 Valur
0-1 Aron Jóhannsson(’64)
1-1 Ægir Jarl Jónasson(’69)
2-1 Stefan Alexander Ljubicic(’93)