fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Móðir varar við nýrri kvikmynd – „Þið kallið helvíti yfir börnin ykkar og heimilið“

Fókus
Laugardaginn 8. október 2022 12:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk móðir, Jamie Gooch, hefur varað aðra foreldra við því að leyfa börnunum sínum að horfa á Disney-myndina Hocus Pocus 2, en hún telur að myndin geti „kallað helvíti“ yfir heimili. Independent greinir frá.

Jamie var í viðtali við KWTX og varaði þar við áðurnefndri mynd, sem er framhaldsmynd af dáðri hrekkjavökumynd – Hocus Pocus sem kom út árið 1993.  „Það versta sem getur gert – Þú kallar helvíti yfir börnin ykkar og heimili,“ sagði Jamie. „Öll myndin snýst um það að nornir eru að nýta börn sem blóð fórnir.“

Myndin fjallar líkt og fyrri myndin um hóp ungmenna sem reyna að koma í veg fyrir að þrjár nornir nemi á brott börn í borginni Salem og skaða þau.

Jamie sagði að áhorfendur viti ekki hverju þeir eru að bjóða heim þegar þeir kveikja á myndinni sem er sýnd á Disney+.

„Ekki horfa á þessa mynd. Allir halda að þetta sé í þykjustunni og saklaust, en þau gætu verið að leggja öll þau álög sem þeim langar til og allt gæti verið að koma í gegnum sjónvarpsskjáinn og inn í stofu til ykkar.“

Jamie sagðist sjálf passa vel upp á öryggi heimilis síns og þess vegna passi hún vel á hvað er horft.

„Ég elska að skapa öruggt umhverfi fyrir fjölskyldu mína og vini til að vera í. Ég trúi að allt hefjist hér, þetta hefst allt á heimilinu. Svo verið varkár – verið varkár með hvað við erum að koma með inn á heimilin okkar og inn í hversdagslífið.“

Hún tók einnig fram að fjölskylda hennar hafi ekki haldið upp á hrekkjavöku hátíðina í um 4-5 ár því Jamie geti ekki ímyndað sér að berskjalda börnin sín fyrir slíkum myrkraverkum og gjarnan fylgi fögnuðinum. Hún segist vera kristin og það þýði að hún þurfi að fara eftir strangari kröfum í lífinu en margir aðrir.

Hún fór í áðurnefnt viðtal eftir að hafa deilt færslu á Facebook þar sem hún hvatti mæður til að huga að söguþræðinum í Hocus Pocus 2.

„Sem mæður erum VIÐ verndarar heimila okkar. Sem þýðir að allt þar þrífst er þar því VIÐ höfum leyft það. Hvað er að gerast þegar við horfum á þessar myndir? Hverju erum við að opna huga okkar fyrir? Hvað erum við að bjóða velkomið inn á heimili fjölskyldna okkar?“

Rétt er að taka fram að Hocus Pocus 2 er fjölskyldumynd og er nú aðgengileg Íslendingum á Disney+. Hugsið ykkur bara vel um áður en þið ýtið á „PLAY“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“

„Ógeðslegt“ með hverri kærastinn er að halda framhjá – „Hún er sextug en klæðir sig eins og hún sé tvítug“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“