fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

„Það var bara allsstaðar í öllum stofum prumpulykt svo þú fannst aldrei lyktina“

Fókus
Laugardaginn 8. október 2022 12:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Manni finnst eiginlega allir þeir sem gera sig gildandi í samfélagsumræðu um knýjandi málefni, vera ungar konur. Hvar eru eiginlega strákarnir? Hvar eru efnilegir ungir karlmenn í samfélaginu?“

Þessari spurningu veltir Dagur Hjartarson rithöfundur og kennari fyrir sér í nýjasta hlaðvarpsþætti Karlmennskunnar og setur í samhengi við fótboltaumfjöllun fyrir tveimur áratugum samanborið við umfjöllun nútímans.

„Eitt glas af enska boltanum og þrjár teskeiðar af karlrembu”

Dagur segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á fótbolta og hafi á framhaldsskólaárunum hlaupið út í bíl í hádegishléum til að hlusta á Mín skoðun með Valtý Birni.

„Þar fékk maður skammtinn sinn af fótboltaumfjöllun og hélt áfram með lífið” segir Dagur en segir að í dag fái ungir hlustendur fótboltaþàtta „allskonar eitur” samhliða.

„Drengir sem ætla að fá sér eitt glas af enska boltanum fá með því þrjár teskeiðar af karlrembu og allskonar eitri. Það er hluti af þessum vítahring sem við erum komin í og pólaríseringu. Þá verður erfiðara að toga menn yfir.“

Prumpulykt í öllum skólastofum

Dagur er þó ekki á því að samfélagið hafi verið laust við karlrembu á hans menntaskólaárum, raunar hafi hún verið allt um lykjandi eins og prumpulykt.

„Þegar ég er í menntaskóla þá er baseline-ið í samfélaginu bara karlremba. Það eru engin átök um það og það kemur ekkert í ljós að þú sért karlemba því þú ert bara hluti af breiðfylkingu. Ef þú segir karlrembubrandara þá snýr sér engin við í tíma. Það var bara allsstaðar í öllum stofum prumpulykt svo þú fannst aldrei lyktina.“

Þetta rifjar Dagur upp og segist hafa byrjað að endurskoða sín viðhorf með tíð og tíma.

„Svo fer þetta að breytast og fólk fer að finna prumpulykina og þá kemur í ljós, ætla ég að verða karlremba eða ætla ég kannski ekki að vera karlremba? Ég fór að finna prumpulyktina, samfélagið breytist og ég verð meðvitaðri um hluti sem ég hafði ekki verið áður. En aðrir þeir bara eflast og fara að prumpa meira og meira og meira.“

Fékk símtal frá fólki á Dominos

Dagur les einnig upp nokkur ljóð eftir sjálfan sig og kryfur merkingu þeirra. Segir hann frà því þegar hann gaf út ljóðabókina Því miður, sem hann lýsir sem háðsádeilu á kapítalismann, neysluhyggju og nauðgunarmenningu en útlit ljóðabókarinnar minnti á þekkt vörumerki.

„Ég fékk reyndar alveg símtal frá fólki á Dominos, þegar ég sýndi kápuna, en alveg vinalegt. Ég lenti hvorki í banni á Dominos og efast um að þau hafi hlotið mikinn skaða af þessari bók.“

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild á Spotify eða helstu hlaðvarpsveitum og spilaranum hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram