Pep Guardiola, stjóri Manchester City, viðurkennir að hans lið sé ekki það besta á Englandi þessa stundina.
Guardiola nefnir stigafjöldan í ensku úrvalsdeildinni og segir að það sé augljóst að Arsenal hafi verið besta liðið hingað til.
Arsenal er á toppnum með 21 stig eftir átta umferðir en Englandsmeistararnir eru í öðru sæti með 20 stig.
Flestir telja þó að Man City muni fagna þegar deildinni lýkur næsta sumar, sérstaklega eftir komu framherjans Erling Haaland sem hefur verið stórkostlegur hingað til.
,,Við megum ekki gleyma því dömur og herrar, það er eitt lið sem hefur verið betra en við,“ sagði Guardiola.
,,Það er raunveruleikinn, í raunveruleikanum hefur Arsenal verið betra lið en við hingað til. Við erum ekki á toppnum og það mikilvægasta er að halda áfram að berjast.“