Liverpool vann Rangers 2-0 í Meistaradeild Evrópu á þriðjudag en liðin áttust við á Anfield, heimavelli þess fyrrnefnda.
Liverpool var að vinna mikilvægan leik í riðlakeppninni en Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah skoruðu mörkin.
Heimaliðið hefði þó hæglega getað skorað fleiri mörk en einn maður fær verulegt hrós fyrir frammistöðu sína í leiknum.
Það er hinn fertugi Allan McGregor sem átti magnaðan leik í marki Rangers og kom í veg fyrir fleiri mörk Liverpool.
McGregor hefur átt nokkuð farsælan feril en hann hefur spilað með Rangers frá árinu 2018.
Hann á að baki 42 landsleiki fyrir Skotland og lék með Hull frá 2013 til 2018 áður en hann hélt til heimalandsins.
Skotar hafa verið mikið í því að hrósa McGregor fyrir frammistöðuna og sumir kalla eftir því að hann verði valinn í landsliðið á ný.