Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, er alls ekki að leitast eftir því að komast burt frá félaginu.
Fernandes flutti frá Portúgals til Englands á sínum tíma og hefur í dágóðan tíma verið einn mikilvægasti leikmaður Man Utd.
Undanfarna mánuði hefur Fernandes þó ekki verið að spila sinn besta leik og voru orðrómar um það í sumar að hann væri að skoða eigin möguleika.
Portúgalinn einbeitir sér þó mikið að fjölskyldulífinu og er ekki að íhuga það að fara annað. Fjölskylda leikmannsins lifir góðu lífi í Manchester og vill hann halda því áfram.
,,Ég vil vera hér í mörg ár, ég vil veita fjölskyldunni stöðugleika,“ sagði Fernandes.
,,Okkur líkar lífið hér og viljum vera í þessu landi. Við viljum sjá krakkana alast upp hérna, eignast vini og vera ánægðir. Það er það mikilvægasta fyrir okkur.“