Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, bauð upp á ágætt grín í vikunni er hann fékk afhenta treyju Manchester United.
Eins og flestir vita er mikill rígur á milli þessara liða sem spila bæði Manchester og hafa verið keppinautar í efstu deild.
,,Á ég að brenna þetta núna?“ sagði De Bruyne er hann sá gjöfina en þar mátti sjá Man Utd treyju með nafni hans aftan á.
De Bruyne hefur væntanlega ekki haldið lengi í þessa gjöf en hann mun að öllum líkindum aldrei spila í svona treyju.
Belginn spilaði gegn Man Utd í síðustu umferð úrvalsdeildarinnar er hans menn unnu 6-3 sigur.
Myndband af þessu má sjá hér.
Kevin De Bruyne gifted a @ManUtd shirt:
„Do I burn it now?“ pic.twitter.com/021kqNYjii
— City Report (@cityreport_) October 7, 2022