Lionel Messi, einn besti leikmaður sögunnar, hefur staðfest það að hann muni spila sitt síðasta HM í næsta mánuði.
Argentína spilar þá á HM í Katar en Messi er 35 ára gamall og mun ekki taka þátt í keppninni árið 2026.
Hann hefur sjálfur staðfest það en Messi leikur með Paris Saint-Germain í dag og hefur aldrei tekist að vinna HM á sínum ferli.
,,Er þetta mitt síðasta HM? Já, klárlega. Ég er að telja niður dagana þar til keppnin hefst,“ sagði Messi.
,,Það fylgir þessu töluvert stress. Við viljum að þetta hefjist núna. Þetta er síðasta keppnin, hvernig munum við standa okkur?“
,,Við getum ekki beðið en á sama tíma erum við hræddir því við viljum að þetta gangi vel.“