fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Messi staðfestir að þetta sé síðasta keppnin

Victor Pálsson
Föstudaginn 7. október 2022 21:31

Sergio Ramos og Lionel Messi / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi, einn besti leikmaður sögunnar, hefur staðfest það að hann muni spila sitt síðasta HM í næsta mánuði.

Argentína spilar þá á HM í Katar en Messi er 35 ára gamall og mun ekki taka þátt í keppninni árið 2026.

Hann hefur sjálfur staðfest það en Messi leikur með Paris Saint-Germain í dag og hefur aldrei tekist að vinna HM á sínum ferli.

,,Er þetta mitt síðasta HM? Já, klárlega. Ég er að telja niður dagana þar til keppnin hefst,“ sagði Messi.

,,Það fylgir þessu töluvert stress. Við viljum að þetta hefjist núna. Þetta er síðasta keppnin, hvernig munum við standa okkur?“

,,Við getum ekki beðið en á sama tíma erum við hræddir því við viljum að þetta gangi vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars

Þekkir vel til í Danmörku og segir þetta umræðuna þar í landi um hugsanlega komu Arnars
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Í gær

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Í gær

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið