fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Scholes gagnrýnir leikmann Man Utd – ,,Virðist vera mjög einhæfur“

Victor Pálsson
Föstudaginn 7. október 2022 20:22

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Scholes, goðsögn Manchester United, gagnrýndi einn leikmann liðsins sérstaklega eftir leik við Omonia frá Kýpur í gær.

Man Utd vann þennan leik 3-2 og spilaði innkoma Marcus Rashford stórt hlutverk en hann skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inná í hálfleik.

Scholes ræddi bæði Jadon Sancho og Antony eftir leik og hafði ekki of góða hluti að segja um vængmennina.

Scholes segir að báðir leikmenn séu ekki að reyna að komast inn fyrir vörn andstæðingana og segir einnig að Brasilíumaðurinn sé nokkuð einhæfur á kantinum.

,,Sancho er ekki í því að hlaupa inn fyrir vörnina. Hann þarf fljótan vinstri bakvörð eða framherja sem hann getur spilað með en það er ekki staðan í dag,“ sagði Scholes.

,,Antony líka hinum megin, hann er ekki að taka þessi hlaup. Hann virðist vera mjög einhæfur. Hann er alltaf að koma inn á völlinn og gefur boltann annað hvort á bakvörðinn eða tekur skot.“

,,Ég tel að hann þurfi að þróa sinn leik töluvert. Hann var bara að byrja og við verðum að sýna því virðingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“