fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Ólafsfjarðarmálið – Aðeins vinur eiginkonunnar eftir í gæsluvarðhaldi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. október 2022 18:14

Ólafsfjörður. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona Tómasar Waagfjörð, sem stunginn var til bana með eldhúshníf, í íbúð í fjölbýlishúsi á Ólafsfirði, aðfaranótt mánudags, hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Aðeins einn situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins og má því álykta að hann sé einn grunaður um að hafa orðið Tómasi að bana. Maðurinn sjálfur hlaut hnífstungu í fót í átökunum en vitni sem kom á vettvang á undan lögreglu og sjúkraliði gerði að sárum hans. Tómas var hins vegar stunginn í kviðinn og lést á vettvangi.

Sjá einnig: Nýjar upplýsingar í Ólafsfjarðarmálinu – Lögregla sinnti ekki útkalli daginn áður – Hinn grunaði var stunginn í fótinn

Í tilkynningu lögreglunnar segir:

„Rannsókn á málinu sem kom upp á Ólafsfirði sl. mánudag, þar sem maður lést í heimahúsi, miðar vel. Vettvangsrannsókn er lokið og úrvinnsla á ýmsum gögnum úr henni í fullum gangi. Þá er búið að taka margar skýrslur af bæði vitnum og grunuðum. Heildarmyndin er smám saman að skýrast og teljum við okkur hafa ágæta mynd af atburðarrásinni í aðdraganda þess að maðurinn lést. Við ákváðum í dag að láta einn sakborninganna lausan úr gæsluvarðhaldi, þar sem það þótti ekki lengur líklegt til að spilla rannsóknarhagsmunum að hann gengi laus. Eftir situr einn í gæsluvarðhaldi vegna þessa máls. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til n.k. mánudags. Ákvörðun um hvort farið verður fram á framlengingu á gæsluvarðhaldinu verður tekin um helgina.

Rannsókn af þessu tagi er umfangsmikil, flókin og tímafrek. Hún heldur nú áfram með yfirheyrslum og greiningu gagna. Enn eiga ýmsar réttarlæknisfræðilegar niðurstöður eftir að berast okkur og niðurstöður úr ýmsum tæknirannsóknum. Það geta liðið vikur eða mánuðir uns öll kurl verða komin til grafar í þessu máli og sennilega ekki margt sem við getum eða megum upplýsa um til viðbótar meðan málið er á rannsóknarstigi. Við biðjum fjölmiðla og almenning að hafa skilning á því og þökkum um leið viðbragðsaðilum fyrir vel unnin störf í þessu máli og öllu því fólki sem við höfum verið í sambandi við fyrir góða samvinnu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi