fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Kim Kardashian setti netheima á hliðina – „Peningar geta svo sannarlega ekki keypt hvað sem er“

Fókus
Föstudaginn 7. október 2022 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir muna líklega eftir nýlegum tíðindum þar sem hin unga Kendall Jenner sýndi hæfileika sína, eða hitt þó heldur, við að skera gúrku, en mörgum þótti ljóst að stúlkan væri svo mikilla forréttinda njótandi að hún hafi aldrei þurft að brúka hníf til að skera eitt né neitt í lífinu þar til einmitt þá.

Sjá einnig: Kendall Jenner höfð að háði og spotti fyrir hvernig hún sker gúrku

Nú hefur eldri systir hennar, Kim Kardashian sjálf, sett vefheima á hliðina eftir að hún spurði í nýjasta þætti The Kardashians, í Mílanó á Ítalíu, „Hvað er tortellini“. Þessa spurningu bar hún upp við þjón á veitingastað sem útskýrði fyrir henni að tortellini væri svolítið eins og ravioli. Kim svaraði þá að hún væri tilbúin í allt sem væri ekki spaghetti, til dæmis penne eða eitthvað annað.

Netverjar áttu varla orð. Ekki bara vissi Kim ekki hvað tortellini er (sem er pasta fyrir þá sem líka búa í helli eins og Kim) heldur ákvað hún að komast að því í heimalandi alls pasta – Ítalíu.

Eins og sjá má vakti þetta mikla furðu, og var mörgum gróflega misboðið að kona á fimmtugsaldri sem eigi meira fé en hún veit hvað hún á að gera við – viti ekki hvað tortellini er. „Peningar geta svo sannarlega ekki keypt hvað sem er,“ skrifaði einn á Twitter. Fleiri ummæli má sjá hér að neðan, en þetta er aðeins lítið brot af hörðum viðbrögðum netverja við pasta-hneykslinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu