fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Brjáni brá í brún er hann mætti í Góða hirðinn til að versla fyrir einstæða móður – „Finnst komin tími til að breyta nafninu í Okur Hirðirinn“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. október 2022 20:00

MYND/THRAINN KOLBEINSSON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brjánn Jónsson lýsir yfir miklum vonbrigðum með verslun Góða hirðisins í færslu á Facebook-síðu áhugamanna um endurvinnslu og endurnýtingu. Þar segist hann ekki skilja reksturinn lengur, en ljóst sé að markhópur reksturins hafi breyst. 

Brjánn segist muna að þegar Góði hirðirinn hóf rekstur sinn hafi tilgangurinn verið sá að veita fólki sem ekki hefði mikið milli handanna stað til að kaupa sér hluti á heimili sitt, allt í nafni endurnýtingar svo ekki þurfi að henda nothæfum hlutum.

„Eftir mörg ár utan landsteina fór ég þarna fyrir nokkrum dögum. Með einstæðri móður, sem átti ekkert og ætlaði  hjálpa henni. Versla allt á einum stað, svona rétt til  koma henni af stað.

Mér blöskraði verðlagningin á rusli annarra.“

Margfalt dýrarar en á markaðstorgi Facebook

Brjánn fann í versluninni eldhúsborð sem kostaði 20.000, en sambærilegt var til sölu á markaði Facebook á 5.000 kr. Eins fann hann stóla sem kostuðu fjórir saman 30.000. Sambærilegir kostuðu á Facebook 8.000.

„Tek þetta tvennt bara sem dæmi því ég fann alveg eins hluti á Facebook á margfalt minna.“ 

Hann hafi í kjölfarið sest niður með þessari ungu konu í um tvo tíma og skoðað Facebook og bland.is. Þannig hafi þau náð að versla allt sem henni vantaði fyrir sig og dóttur sína á 85.000 kr.

„Sófi, sófaborð, eldhúsborð, stólar, rúm, kommóða x2, hillur, fataskáp, sjónvarp og sjónvarpsskáp. Ásamt nokkrum smáhlutum. 

Fyrir utan nokkra hluti gefins, eins og barnarúmið og fleira fyrir barnið t.d. 

Þar fyrir utan, þá fór ég með hana í Húsasmiðjuna og keypti nýtt pottasett (2x pottar, 2x pönnur, pískur, spaði, ausa og fiskspaði. Mjög flott sett), sem reyndist ódýrara en að gera samtýning af hinu og þessu mismunandi „rusli“ í Góða hirðinum. Diskarnir, glös og hnífapör. Hugsa það hafi reyndar sirka endað á pari, en nýtt.

Allt í allt rúmar 110.000,-„

Ekkert selst út af okurverðum

Brjánn segir að þannig hafi þau fengið allt sem móðurinni vantaði fyrir brot af því sem það hefði kostað í Góða hirðinum.

„En svona grínlaust!!!

Miðað við verðlagningu Góða hirðisins á rusli annara, hefðum við ekki fengið helminginn af því sem keypt var fyrir sama pening í GH Design [Góða hirðinum]. hefði verið nær og örugglega yfir 200.000. Fyrir utan. Það selst ekkert af því sem mér heyrist út af okurverðum. Það er orðið dýrara að versla notað þarna en nýtt í rúmfó og IKEA. Sem þýðir að rosalega mikið magn fer í urðun í staðinn. Ef engin er hreyfingin. Sem kemur út á það sama. Þessi staður er búinn að missa marks. 

Finnst komin tími til að breyta nafninu í Okur Hirðirinn.“ 

Brjánn telur ljóst að markhópur Góða hirðisins sé ekki sá sami og hann var þegar reksturinn hófst fyrst.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verðlagning í Góða hirðinum er gagnrýnd. Fyrir tæpu ári mátti í versluninni finna stól sem kostaði hvorki meira né minna en hálfa milljón, en var þá að ræða dýrustu vöru markaðrins frá upphafi. Um var reyndar að ræða danskan hönnunarstól sem rekstrarstóri taldi vera mikils virði. Síðar kom á daginn að sambærilegir stólar höfðu verið að seljast á uppboðum á í kringum 51 þúsund krónur.

Sjá einnig: Furðar sig á hálfrar milljón króna notaða stólnum í Góða hirðinum – „Augljóslega er þetta ástand ekki í lagi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður