Búið er að flýta leik KA og Breiðabliks fram um einn dag. Hann fer nú fram á morgun fyrir norðan.
Leikurinn átti að fara fram á sunnudag en þá er spáð vonskuveðri víða um land.
Breiðablik er á toppi deildarinnar með 54 stig. KA er í þriðja sæti með átta stigum minna.
Leikurinn hefst klukkan 14:00 á morgun.
Fyrr í dag var greint frá því að leik KR og Vals hafi einnig verið færður frá sunnudegi og til morgundags. Sá leikur hefst einnig klukkan 14.
Þá var leik ÍBV og Keflavíkur í Vestmannaeyjum frestað frá sunnudegi og fram til 15:15 á mánudag.