fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Sumarstörf í geimnum fyrir nemendur við íslenska háskóla

Fókus
Föstudaginn 7. október 2022 14:47

Arnar Skarphéðinsson og Embla Óðinsdóttir, sumarstarfsmenn Space Iceland, ásamt geimfaranemum ICEE space við þjálfun í Stefánshelli sumarið 2020. Mynd/Space Iceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Space Iceland auglýsir eftir nemendum til að sækja um í Nýsköpunarsjóð námsmanna fyrir sumarið 2023 í samstarfi við skrifstofuna og tengda aðila.

Nemendur eru hvattir til að koma með hugmyndir að eigin verkefni eða hanna verkefni með Space Iceland NextGen og samstarfsaðilum. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem tengjast Copernicus verkefni Evrópusambandsins.

Í auglýsingunni segir að sumarstörf Space Iceland NextGen séu tækifæri fyrir alla nemendur við íslenska háskóla óháð kyni, aldri, menningarlegum bakgrunni, uppruna, fötlun, trú, kynvitund og kynhneigð.

Þau sem hafa áhuga eru hvött til að mæta á umræðufund á Zoom sem fer fram 11. október.

„Umsóknarfrestur í Nýsköpunarsjóð námsmanna er iðulega í febrúar. Nokkur vinna fer í slíka umsókn, því eru nemendur sem hafa áhuga hvattir til skrá sig fyrir kynningarfundinn svo við getum aðstoðað ykkur sem best,“ segir í auglýsingunni.

Bent er á að nemendur félags-, mennta-, heilbrigðis-, hugvísinda-, lista-, verkfræði- eða náttúruvísindasviði hafa jafnan möguleika á að sækja um í sjóðinni og starfa með Space Iceland.

Sjá einnig – Myndir:Þjálfa sig í Stefánshelli fyrir hýbýlahönnun á tunglinu og Mars

Hjá Space Iceland hafa háskólanemar unnið verkefni tengd:
– Hönnun og smíði á íslenskum smáhnetti (e. CubeSat)
– Kortlagning á tækifærum og getu til aukinnar verðmætasköpunar í geimvísindum
– Tilraunarskot eldflaugar
– Með íslensku út í geim! Íðorðasafn um geimvísindi
– Tilraunir á Mars-Rover á vegum Mission Control Space Services og Nasa
– Híbýlahönnun fyrir tunglið og Mars
– Geimfaraþjálfun á Norðurlandi í samstarfi við Iceland Geospace
– Þjóðaröryggi og þróun geimiðnaðarins
– Söguskráning v/ geimskota CNES frá Íslandi 1964-65
– Þróun geimsmiðju fyrir grunn- og leikskólabörn
– Loftgæðalíkan fyrir Reykjavík með gögnum frá Copernicus

Nánari upplýsingar er að finna á Facebooksíðu Space Iceland. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram