Paul Scholes, goðsögn í röðum Manchester United, telur að Antony þurfi enn að bæta sig mikið.
Hinn 22 ára gamli Antony gekk í raðir United frá Ajax í sumar. Hann hefur þegar skorað tvö mörk í jafnmörgum leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Þrátt fyrir það er Scholes ekki mjög heillaður.
„Antony kemur ekki með hlaupin á bakvið. Það er eins og hann geti bara gert einn hlut,“ segir hann.
„Hann kemur alltaf inn á völlinn, sendir boltann til baka á bakvörðinn eða skýtur.“
Antony er enn ungur og Scholes gerir sér grein fyrir því.
„Hann þarf að þróast. Hann hefur ekki verið hérna lengi, við vitum það.“