fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Bankarnir græða milljarða á neytendum – „Þetta fyrirkomulag getur ógnað þjóðaröryggi“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 7. október 2022 17:02

Oddný G. Harðardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvers vegna er notkun greiðslukorta og greiðslumiðlunar hér á landi margfalt dýrari hér en í nágrannaríkjunum?“ spyr Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Hún svarar spurningunni einnig, í grein í Fréttablaðinu í dag: „Það er vegna þess að við erum háð erlendum aðilum. Heimildargjöf og uppgjör innlendra debetkorta fer fram erlendis. Íslenskir neytendur eru ekki bara að greiða til íslenskra banka heldur borga þeir einnig til Visa og Mastercard í útlöndum.“

Ógn við þjóðaröryggi

Oddný er allt annað en sátt við þetta fyrirkomulag: „Hagnaður bankanna af þessu fyrirkomulagi hleypur á milljörðum en er okkur neytendum mjög kostnaðarsamt því allir milliliðir vilja sitt á öllum stöðum. Við borgum og getum ekki annað. Við bætist að þetta fyrirkomulag getur ógnað þjóðaröryggi líkt og Már Guðmundsson, þá seðlabankastjóri, benti á árið 2019 með bréfi til Þjóðaröryggisráðs,“ segir Oddný.

Hún bendir á að fjármálastöðugleikanefnd áréttaði í yfirlýsingu sinni 28. september síðastliðinn mikilvægi þess að auka öryggi í innlendri greiðslumiðlun til að tryggja rekstrarsamfellu og vísaði þar meðal annars til vaxandi netógnar.

Þurfa að girða sig í brók

„Við þurfum sjálfstæðar og óháðar greiðslulausnir. Lausnir sem eru bæði ódýrari en þær sem við búum við og öruggari. Krafan ætti að vera sú að ávallt séu til staðar virkar lausnir sem lúta í einu og öllu íslenskri löggjöf um eignarhald, umráða- og notkunarrétt og eru algjörlega óháðar inngripum erlendra aðila sem gætu ógnað innlendri greiðslumiðlun og fjármálastöðugleika. Það þarf að auka samfélagslegan ábata og tryggja þjóðaröryggi,“ segir hún.

Þá bendir hún á að þingmenn Samfylkingar hafi ekki viljað selja hlut ríkisins í bönkunum fyrr en framtíðarsýn hefði verið rædd meðal almennings um hvernig bankakerfi þjónaði hagsmunum hans best. „En ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir vildu selja sem mest strax og hirtu ekki um að gera þyrfti breytingar á kerfinu til að tryggja hagsmuni almennings. Stjórnvöld og Seðlabanki Íslands þurfa að girða sig í brók og tryggja óháða sjálfstæða fjármálainnviði, óháðar og ódýrar innlendar greiðslulausnir,“ segir Oddný.

Greinina í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands

Lífleg útgáfa hjá sagnfræðingum í Háskóla Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Þórdís Kolbrún svarar gagnrýni Hannesar – „Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“

Efins um að Valkyrjustjórnin verði að veruleika – „Eins og við séum að horfa á eitthvað leikrit“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember

Þetta ætlar Áslaug Arna að gera í desember