Zlatan Ibrahimovic er enn í ansi góðu standi, þrátt fyrir að vera orðinn 41 árs gamall.
Sænski framherjinn situr fyrir í nýrri auglýsingu fatalínunnar DSQUARED2, þar sem hann er meðal annars ber að ofan á einhverjum myndum.
Zlatan er á mála hjá AC Milan á Ítalíu. Hann hefur hins vegar ekki spilað á þessari leiktíð sökum meiðsla á krossböndum.
Zlatan hefur náð mögnuðum árangri á knattspyrnuferli sínum. Hann hefur leikið fyrir félög á borð við Juventus, Barcelona og Manchester United, svo aðeins fá séu nefnd.
Hér að neðan má sjá þegar Zlatan sat fyrir.