fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Stærsti dreifingarsamningur sem hefur verið gerður um íslenska kvikmynd

Fókus
Föstudaginn 7. október 2022 10:53

Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær sendi bandaríska kvikmyndafyrirtækið Focus Features frá sér tilkynningu um aðkomu félagsins að stórmynd Baltasars Kormáks, Snertingu, en Focus, sem er eitt virtasta og öflugasta kvikmyndaframleiðslufyrirtæki heims, hefur tryggt sér dreifingarrétt á myndinni á heimsvísu fyrir utan Ísland.

Um er að ræða stærsta dreifingarsamning sem gerður hefur verið um íslenska kvikmynd, en Focus er þekkt fyrir hágæðamyndir eins og  Brokeback Mountain, Downton Abbey, Billy Elliot, Atonement, hina nýútkomnu Tár, þar sem Hildur Guðnadóttir sér um tónlistina.

Snerting er byggð á metsölubók Ólafs Jóhanns Ólafssonar frá 2020, en þeir Baltasar skrifuðu saman handrit að myndinni.

Snerting fjallar um Kristófer, mann sem er að ljúka starfsævi sinni eftir farsælan veitingahúsarekstur á Íslandi.  Heimsfaraldurinn hefur brotist út, en hann ákveður að leggja land undir fót í þeirri von að komast að því hvað hafi orðið um japönsku æskuástina sína, sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður, þegar hann var þar við nám og störf.

Fyrr í vikunni var greint frá því að Egill Ólafsson fari með hlutverk Kristófers, en Egill er kominn til London, þar sem tökur hefjast um helgina. Leikhópurinn er stór og skipaður úrvalsleikurum, íslenskum, breskum og japönskum.

Tökur fara að stærstum hluta fram á Íslandi, en einnig í London og í Japan og er þetta ein umfangsmesta íslenska kvikmyndin sem ráðist hefur verið í framleiðslu á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 19 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?