Nottingham Forest hefur framlengt samning Steve Cooper, knattspyrnustjóra liðsins, til ársins 2025.
Nýliðar Forest hafa farið afleitlega af stað í ensku úrvalsdeildinni. Á dögunum var talað um það að starf Cooper væri í hættu. Svo er hins vegar ekki.
Forest er á botni deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir átta leiki.
Félagið hrúgaði inn nýjum leikmönnum í sumar og eru væntingarnar mun meiri.
Nottingham Forest is delighted to announce that Head Coach Steve Cooper has signed a new contract with the Club until 2025.
— Nottingham Forest FC (@NFFC) October 7, 2022