fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Klopp hrósar leikmanni Arsenal í hástert fyrir stórleik helgarinnar

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 7. október 2022 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hrósaði Gabriel Jesus, framherja Arsenal, í hástert í aðdraganda leiks liðanna í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Jesus gekk í raðir Arsenal frá Manchester City í sumar og hefur byrjað afar vel. Brasilíumaðurinn hefur skorað fimm mörk og lagt upp þrjú í átta leikjum í deildinni það sem af er.

„City hefði ekki selt hann til hvaða félags sem er en Arsenal var nógu langt frá, landafræðilega séð,“ segir Klopp.

„Hann er stórkostelgur leikmaður. Maður sá það alltaf þegar hann spilaði fyrir City. Í fyrra sögðu allir að City ætti enga níu, hann var þarna.“

Klopp segir að Jesus njóti þess að fá traustið í sinni stöðu, sem fremsti maður.

„Hann spilaði oft úti á kanti með City en nú er hann í sinni stöðu. Hann er á miklu flugi og með mikið sjálfstraust. Þetta er það sem sjálfstraust gerir fyrir toppleikmenn.

Við þurfum að reyna að stoppa flugið á honum eina helgi.“

Leikur Arsenal og Liverpool hefst klukkan 15:30 að íslenskum tíma á Emirates-vellinum á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur