Fyrirliðinn Ásta Eir Árnadóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.
Ásta Eir lék sinni fyrsta meistaraflokksleik fyrir Breiðablik árið 2009, þá 16 ára gömul.
Síðan þá hefur hún leikið 226 keppnisleiki og skorað í þeim 12 mörk. Ásta Eir er þrefaldur Íslandsmeistari með Breiðabliki auk þess að verða bikarmeistari í þrígang, núna síðast árið 2021.
„Þá á hún að baki 11 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Ásta Eir, sem er fyrirliði meistaraflokks, er gríðarlega öflugur bakvörður og er mikill leiðtogi í Blikaliðinu,“ segir á vef Blika