Romeo Beckham sonur David Beckham er byrjaður að æfa með Brentford en hann er samningsbundinn Inter Miami í Bandaríkjunum.
Inter Miami er í eigu pabba hans en þessi tvítugi leikmaður hefur undanfarið æft með varaliði Brentford.
Romeo var ungur að árum í herbúðum Arsenal en þegar hann var 13 ára gamall fékk hann ekki lengri samning.
Romeo hefur undanfarið leikið með varaliði Inter Miami en hann fékk tækifæri með aðalliðinu í sumar.
Óvíst er hvort Romeo æfi með Brentford með það í huga að semja við liðið eða aðeins til þess að halda sér í formi.