OnlyFans-stjarna, sem gengur undir nafninu „Coyote Cutee“ þar, stendur í stappi við ítölsku lögregluna þessa stundina. Er það vegna þess að hún hefur verið að girða niður um sig á fótboltaleikjum.
Hún er mikill stuðningsmaður Bari og hefur hún tvisvar sést girða niður um sig í stúkunni á leikjum liðsins, líkt og má sjá hér neðar.
Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum fylgist lögreglan þar í landi grannt með henni. Gæti hún átt von á hárri sekt. Gæti hún numið þúsundum evra.
„Sem kona vil ég geta sýnt líkama minn þegar ég vil. Þetta er mitt val. Ég bý til efni fyrir OnlyFans-síðuna mína og sel það. Ég geri allt fyrir mig sjálfa. Ég lít samt ekki á mig sem klámstjörnu,“ segir Coyote Cutee.