fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Goðsögn í sögu Manchester United segir Ten Hag sýna Ronaldo óvirðingu – „Þessi maður er heimsfræg súperstjarna“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 7. október 2022 07:38

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United og goðsögn í sögu félagsins segir núverandi knattspyrnustjóra Manchester United, Erik ten Hag sýna stjörnuleikmanni liðsins, Cristiano Ronaldo óvirðingu með því að spila honum í Evrópudeildinni.

Ronaldo var í byrjunarliði Manchester United gegn Omonia í Evrópudeildinni í gær en Ronaldo hefur ekki verið að byrja leiki með Manchester United undanfarið. Á dögunum vildi Ten Hag ekki skipta honum inn á í stóru tapi Manchester United gegn Manchester City af virðingu við hans glæsta feril.

Því finnst Scholes það stinga í stúfa að hann byrji á móti Omonia í Evrópudeildinni en ekki á móti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir það meiri vanvirðingu við leikmanninn.

„Þessi maður er heimsfræg súperstjarna. Ég er ekki að segja að hann eigi að byrja alla leiki kominn á þennan aldur en alla vegana stórleikina. Þetta er keppni sem erfitt er að gíra sig upp í. Ég veit það hljómar ekki vel þegar maður segir það en þetta er sannleikurinn þegar maður er stór leikmaður hjá stóru félagi eins og staðan er í þessu dæmi,“ sagði Scholes á BT Sport í gærkvöldi.

Leik gærkvöldsins lauk með 3-2 sigri Manchester United á útivelli. Ronaldo lék allan leikinn í liði Manchester United

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli