fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Segja að Harry og Meghan séu að reyna að fá breytingar í gegn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. október 2022 07:01

Meghan og Harry á góðri stund. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry prins og eiginkona hans, Meghan hertogaynja, standa frammi fyrir nýjum vandamálum nú í kjölfar andláts Elísabetar II, ömmu Harry. Eru þau sögð reyna að knýja breytingar í gegn hjá Netflix vegna þess.

Um heimildarmynd þeirra er að ræða. Eru hjónin sögð hafa áhyggjur af að hún sé ekki að öllu leyti viðeigandi og vilja því breyta henni. En hjá Netflix er ekki mikil stemmning fyrir því að sögn Page Six.

Miðillinn segir að hjónin vilji taka eitt og annað út úr heimildarmyndinni, sem þau hafa unnið að í rúmlega ár. Þessar óskir þeirra eru sagðar hafa komið fram eftir andlát Elísabetar II. Leikstjóri heimildarmyndarinnar er ekki sáttur við þetta og Netflix styður hans sjónarmið að sögn heimildarmanna Page Six.

Hjónin skrifuðu undir samning við Netflix 2020 og fá margar milljónir dollara fyrir.

Heimildarmyndin er hluti af þessum samningi og þess er vænst að í henni verði skýrt frá fjölda leyndarmála bresku konungsfjölskyldunnar, þar á meðal um Karl III og Camillu, eiginkonu hans, og um Vilhjálm prins og Katrínu prinsessu.

Í viðtali við Oprah Winfrey á síðasta ári sökuðu þau konungsfjölskylduna um að hafa haft áhyggjur af litarhætti væntanlegs sonar þeirra. Þau gagnrýndu konungsfjölskylduna einnig harkalega og sögðust ekki hafa fengið sanngjarna meðferð hjá henni.

Gert hafði verið ráð fyrir að heimildarmyndin yrði tekin til sýninga í desember en nú stefnir í að það dragist. Page Six segir að Netflix standi fast á þeirri kröfu að myndinni verði skilað í því formi sem samið var um.

Vandræði hjónanna komu upp skömmu eftir að þeim virðist hafa snúist hugur varðandi nýja endurminningabók Harry sem átti að koma út í nóvember.  Útgáfunni hefur verið fresta þar til á næsta ári en rætt er um að Harry vilji gera töluverðar breytingar á henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu

Sjö slæm mistök sem margir gera í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár

Báru kennsl á líkið eftir sjö ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga

Kínverjar vonast til að ókeypis mjólk leiði til fleiri barnsfæðinga