Portúgal verður andstæðingur Íslands í umspilinu fyrir HM kvenna á þriðjudaginn næsta eftir leik við Belgíu í kvöld.
Ljóst var að Ísland myndi spila við Portúgal eða Belgíu en þessi lið mættust í kvöld þar sem það fyrrnefnda hafði betur.
Carole Costa var hetja Portúgalana í kvöld í 2-1 sigri og skoraði sigurmark á 89. mínútu.
Úrslitin koma töluvert á óvart en Belgía var fyrir leikinn sigurstranglegra liðið sem eru góðar fréttir fyrir Ísland.
Um er að ræða úrslitaleik Íslands og Portúgals um að komast á HM og eiga stelpurnar mjög góðan möguleika