fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Hermann kærður til lögreglu fyrir rangar sakargiftir – „Hvert eruð þið að grafa ykkur?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. október 2022 19:31

Hermann Valsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir meðlimir í Júdódeild Ármanns hafa kært fyrrverandi félaga sinn í deildinni, Hermann Valsson, til lögreglu, fyrir rangar sakargiftir. Um er að ræða yfirþjálfara deildarinnar og keppnismann í deildinni. Hermann hafði áður kært þessa tvo menn fyrir brot á 220. og 221. gr. almennra hegningarlaga sem varða það að koma manni í það ástand að hann verði bjargarlaus og að koma ekki bjargarlausum manni til hjálpar. Í greinunum segir meðal annars:

„Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.“

„Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það … 1) fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“

Forsaga málsins er sú að Hermann hneig niður á æfingu í júdósal Ármanns í janúar árið 2021. Féll hann í yfirlið í kjölfar þess að annar mannanna sem nú kærir hann fyrir rangar sakargiftir tók hann hengingartaki. DV greindi frá málinu fyrr á árinu.

Sjá einnig: Sár viðskilnaður Hermanns við Júdódeild Ármanns

Um var að ræða tækniæfingu en ekki keppni og er til þess ætlast að menn fari varlega hvor að öðrum en félagi Hermanns í glímunni er á besta aldri á meðan Hermann, sem er með svarta beltið í júdó, er 65 ára og hafði ekki keppt í íþróttinni í meira en áratug. En svona óhönduglega tókst til. En með því meinta aðgerðaleysi sem fólst í því að Hermann var látinn liggja meðvitundarlaus í langan tíma áður en hringt var í Neyðarlínuna telur hann að hafi verið brotin hegningarlög ásamt siðareglum ÍSÍ fyrir þjálfara. Hann skilur ekki hvers vegna júdófélagar hans og vinir til margra ára komu honum ekki til hjálpar og hirtu ekki betur um hann:

„Ég var bara látinn liggja eins og kartöflupoki úti í horni og æfingin látin renna sitt skeið á enda. Það var fyrst eftir það sem hringt var á Neyðarlínuna,“ sagði Hermann í viðtali við DV í í febrúar. Segir hann Ármann hafa reynt að þagga málið niður en félagið greinir á við hann um hvað gerðist.

Segir kæruna styrkja málstað hans

Lögregla hafði samband við Hermann í gær og greindi honum frá kæru mannanna. Fór hann í viðtal við lögreglu í dag. DV ræddi við hann eftir það viðtal.

Hermann bendir á að staðhæfingar hans í þessu máli séu byggðar á gögnum. Sjálfur hafi hann enga minningu um þennan örlagaríka atburð því hann hafi verið meðvitundarlaus. Hann fullyrðir að hann hafi verið látinn liggja afskiptalaus í 48 mínútur úti í horni í júdósalnum á meðan æfingin var kláruð. Það byggi hann meðal annars á gögnum frá Neyðarlínunni, læknisvottorðum og fleiru.

Hermann segir að í lögregluyfirheyrslunni í dag hafi hann litið augum þau gögn sem fylgja kærunni gegn honum og þau gögn nýtist ekki málstað kærendanna heldur styðji hans málstað:

„Þetta var mjög athyglisvert og þegar ég las í gegnum vitnisburð á bak við þetta þá eru þeir einfaldlega að staðfesta það sem ég hef sagt. Það er algjört ósamræmi á milli þess sem stendur í kærunni og þess sem vitni segja um það sem gerðist. Ég er rosalega þakklátur fyrir að þessi kæra skuli hafa komið fram því þeir koma fram með gögn sem ég hafði ekki séð, m.a. vitnisburð sem styður mína frásögn. Þetta rekur sig hvert á annars horn. Í kærunni kemur skýrt fram að búið sé að sanna á vísindalegan hátt að svona hengingartök séu meinlaus en ég er búinn að benda á margar rannsóknir frá Japan sem sýna þvertöfugt. Ég segir bara: Elskurnar mínar. Hvert eruð þið að grafa ykkur? Ég er þakklátur vegna að þeir leggja fram fullt af upplýsingum sem styðja við og sanna mál mitt í minni kæru. Þeir eru að gefa mér spil sem ég hafði ekki áður. Þeir eru að skýra myndina sem hefur verið svo óskýr því ég var meðvitundarlaus og byggi mál mitt bara á gögnum sem ég aflað.“

Hermann segist ekki vera kominn með þau gögn sem hann fékk að renna yfir í dag undir hendur en það verði á næstunni. Eftir það ætlar hann að setja saman fréttatilkynningu um málið og varpa frekara ljósi á það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp