fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Kim afhjúpar hvers vegna „heitar konur“ falla fyrir Pete Davidson

Fókus
Fimmtudaginn 6. október 2022 15:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa furðað sig á því hvernig grínistanum Pete Davidson tekst ítrekað að heilla gullfallegar konur upp úr skónum, en telja margir að útlit hans eitt og sér dugi ekki til – þó um það megi deila, enda myndarlegur maður með eindæmum.

Hann hefur átt í samböndum við skvísur á borð við ofurskutluna Kate Beckinsale, söngkonuna Adriana Grande,  leikkonuna Margaret Qualley og svo nýlega raunveruleikastjörnuna og athafnakonuna Kim Kardashian.

Í nýjasta þætti raunveruleikaþáttanna The Kardashians sést Kim fara í verslunarleiðangur með vinkonum sínum. Hún var að leita að gjöf handa Pete Davidson, sem var kærasti hennar þegar þátturinn var tekinn upp, en þau hafa síðan haldið í sitt hvora áttina.

Kim fann ekki bara gjöf handa Pete heldur veitti áhorfendum innsýn í ástæðu þess að hún féll fyrir grínistanum.

Pete er með stærsta hjartað,“ sagði hún í þættinum. „Mér finnst eins og fólk hafi þessa hugmynd um hann – að hann deiti allar þessar heitu gellur. En hann er bara  þessi yndislega og hugulsama manneskja.“

Kim bætti svo við: „Og hér er ég í Mílanó að hugsa um hann og vildi bara finna einhverja hugulsama gjöf.“

Þátturinn var tekinn upp í febrúar þegar parið var enn saman. En síðan í ágúst skildu leiðir þar sem þau voru bæði svo upptekin að þau fundu lítinn tíma til að verja saman og fannst óheillandi að viðhalda fjarsambandi.

Kim sagði aðspurð í viðtali í Live with Kelly and Ryan að hún væri ekki tilbúin í annað samband strax. Hún sagðist áður hafa sagt í gríni að hún sæi sig fyrir sér með lækni eða vísindamanni og síðan þá hafi fjöldi lögmanna, vísindamanna og lækna sett sig í samband við hana. „Ég er bara ekki tilbúin“

Kim hafði áður sagt orðrómurinn um „typpaorku“ Pete hafi fyrst vakið áhuga hennar á honum. En um er að ræða svokallað BDE (e. Big Dick Energy). En Kim fór að forvitnast um Pete eftir að þau kysstust fyrir framan myndavélarnar í þættinum Saturday Night Live.

„Ég var búin að heyra um þessa typpaorku (e. BDE), ég þurfti að gera eitthvað, bara koma mér af stað, ég var eiginlega bara DTF,“ sagði Kim í Kardashians þáttunum.

Fyrir þau sem ekki vita er DTF skammstöfun fyrir „down to fuck“ eða „til í tuskið.“

Orðrómurinn um „typpaorku“ Pete fór á kreik eftir að þáverandi kærasta hans, söngkonan Ariana Grande, tísti um typpastærð hans. Einnig á frasinn „big dick energy“ við um sjálfsöryggi hans og allsherjarbrag hans.

Kim gaf einnig til að kynna að Pete stendur undir nafni og að kynlífið með honum sé það besta til þessa. Svo líklega er það blanda af því sem Kim sagði þá – að Pete sé með BDE og því að hann sé yndislegur og hugulsamur.

Sjá einnig: Viðurkennir að orðrómurinn um „typpaorku“ Pete Davidson hafi fyrst vakið áhuga hennar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram