Einbýlishús á Njálsgötu í Reykjavík er til sölu á 57,5 milljónir. Húsið var byggt árið 1904 og er 67 fermetrar að stærð.
Húsið skiptist í hæð, kjallara og ris og er með baklóð. Það er bæði snyrting á hæðinni og í kjallara, ásamt baðherbergi með baðkari í kjallaranum.
Húsið lítur vel út að utan en þarfnast endurbóta inni. Risið er óskráð og því fermetrarnir ekki taldir í opinberri skráningu.
Hægt er að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.