fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Eyjan

Ólafur sagður hafa þegið laun í sjö ár sem hann átti ekki að fá – Fékk greitt fyrir aukastarf sem búið var að leggja niður

Eyjan
Fimmtudaginn 6. október 2022 14:00

Ólafur Kjartansson. Mynd: Anton Brink.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, Ólafur Kjartansson, er sagður þiggja laun fyrir aukastarf sem lagt var niður árið 2015. Fjármálaráðuneytið segir Ólaf hafa þegið þessi aukalaun ekki í góðri trú og krefjast eigi endurgreiðslu á þeim.

Stundin greinir frá þessu.

„Úrvinnslusjóður hefur ofgreitt framkvæmdastjóra sjóðsins, Ólafi Kjartanssyni, yfir 10 milljónir króna í laun undanfarin sjö ár. Fjármálaráðuneytið hefur tilkynnt stjórn Úrvinnslusjóðs að það telji Ólaf ekki hafa verið „í góðri trú“ þegar hann lét Sjóðinn halda áfram að greiða sér fyrir störf sem hann sinnti ekki lengur,“ segir í frétt Stundarinnar.

Ólafur Kjartansson hefur verið framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs frá árinu 2003. Hann hefur fengið sérstakar mánaðarlegar greiðslur ofan á framkvæmdastjóralaun sín fyrir að leiða stýrinefnd umg raf- og rafeindatækjaúrgang. Kjararáð ákvað árið 2013 að Óalfur fengið viðbótarlaun upp á rúmlega 120 þúsund krónur á mánuði. Stýrinefndin var hins vegar lögð niður árið 2015 og laun Ólafs hækkuð og fastri yfirvinnugreiðslu bætt ofan á laun hans til að dekka öll aukastörf. Ólafur hefur hins vegar haldið áfram að þiggja þessi aukalaun fyrir að stýra nefnd sem er ekki til.

Fram kemur í bréfi sem fjármálaráðuneytið sendi Úrvinnslusjóði seint í ágúst að ráðuneytið telur tilefni fyrir Úrvinnslusjóð til að krefja forstjórann endurgreiðslu á ofteknu aukalaununum.

Sjá nánar í Stundinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins

Svarthöfði skrifar: Staksteinar beita Albaníuaðferðinni gegn varaformanni Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni

Fyrrum þingmaður segir okkur ekki ráða við þetta einfalda verkefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum

Guðlaugur Þór gagnrýnir Jóhann Pál og segir hann skreyta sig með stolnum fjöðrum