Það kemur í ljós í dag hvort íslenska kvennalandsliðið mæti Belgíu eða Portúgal í umspili fyrir lokakeppni HM næsta þriðjudag. Liðin mætast í Portúgal í kvöld.
Sigur í leiknum á þriðjudag mun duga Íslandi bent inn á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar.
Það er stutt síðan Stelpurnar okkar mættu Belgum síðast, en leik liðanna á Evrópumótinu lauk með jafntefli. Það var fjórða viðureign liðanna og hefur Ísland unnið einn, Belgía einn og tveimur lokið með jafntefli.
Stelpurnar okkar eru við æfingar í Algarve í Portúgal þessa dagana og ferðast yfir til Belgíu eða á leikstað eftir því hver úrslitin verða í dag.
Leikur Portúgal og Belgíu hefst klukkan 17 í dag að íslenskum tíma.