fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

„Ég barðist ekki á móti því hann var tvöfalt stærri en ég“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. október 2022 13:29

Constance Wu í Red Table Talk. Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TW: Greinin fjallar um kynferðisofbeldi og inniheldur lýsingu á nauðgun.

Leikkonan Constance Wu sagði frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir þegar hún var 22 ára í nýjasta þætti Red Table Talk.

Hún sagði að það hafi tekið hana mörg ár að átta sig á því, að henni hafi verið nauðgað. „Ég skilgreindi þetta ekki sem nauðgun því við erum svo vön að líta svo á að nauðgun sé ofbeldisfull. En fyrir mig var þetta þögul upplifun,“ sagði hún.

Var skýr en hunsuð

„Ég var á öðru stefnumótinu með karlmanni og hann bauð mér inn til sín. Við kysstumst, keluðum aðeins, ég leyfði honum að snerta mig og afklæða mig. Og síðan, þegar hann teygði sig í smokkinn á náttborðinu – skýrt merki um að kynlíf væri í vændum, er það ekki? – Þá sagði ég skýrt við hann: „Fyrirgefðu, en ég er ekki tilbúin að stunda kynlíf.“ Því maður segir alltaf fyrirgefðu. Og hann hlustaði ekki á mig, hann hélt áfram að setja smokkinn á sig. Svo ég sagði: „Nei, í alvöru. Ég er ekki tilbúin að stunda kynlíf.“ Ég var mjög skýr. En hann rökræddi ekki við mig, hann var svo blíður. Hann kyssti mig á ennið, hann var að vera svo ástríkur og blíður. Og svo gerði hann það bara samt,“ sagði hún.

„Ég barðist ekki á móti því hann var tvöfalt stærri en ég. Það var eiginlega eins og ég þurfti að gefast upp til að vernda mig sjálfa. Ég var á hans svæði, heima hjá honum. Og ég var alveg: „Oj, þetta hefur þegar gerst. Þó ég hafi sagt nei.“

Þögul upplifun

Leikkonan segir að það hafi tekið hana mörg ár að byrja að hugsa um þetta sem nauðgun.

„Ég skilgreindi þetta ekki sem nauðgun því við erum svo vön að líta svo á að nauðgun sé ofbeldisfull. En fyrir mig var þetta þögul upplifun. Þó svo að orð mín voru skýr, hann að hafa samfarir við mig var hljóðlátt,“ segir hún.

Willow, söngkona og einn af þáttastjórnendunum, sagði: „Ég held að við lítum á að nauðgun sé eitthvað ofbeldisfullt en nauðgun er þegar samþykki er virt að vettugi.“

Skammaðist sín fyrir að hafa fengið fullnægingu

Constance sagði að það hefði líka haft mikil áhrif á hana að hún hafi fengið fullnægingu á meðan henni var nauðgað. „Ég fékk fullnægingu og ég skammaðist mín mjög mikið að tala um það. Og ég ákvað að það væri mikilvægt að tala um það,“ segir hún.

Leikkonan var að gefa út bókina Making A Scene þar sem má lesa um hennar sögu.

Þáttinn má horfa á í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram