fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Eiður Smári grunaður um ölvunarakstur og fundað er um stöðuna

433
Fimmtudaginn 6. október 2022 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum 433.is eru FH-ingar að funda þessa stundina vegna gruns um ölvunarakstur Eiðs Smára Guðjohnsen þjálfara liðsins.

Mannlíf.is sagði fyrst frá.

Samkvæmt heimildum er til skoðunar að reka Eið úr starfi en hann er grunaður um ölvunarakstur fyrr í vikunni. FH tapaði gegn ÍBV í Bestu deildinni í gær.

Eiður Smári tók við FH í sumar ásamt Sigurvini Ólafssyni en liðið er í fallsæti í Bestu deild karla þegar fjórir leikir eru eftir.

Eiður Smári er líklega besti knattspyrnumaður í sögu Íslands en hann er að stýra FH í annað sinn á ferlinum. Hann var einnig þjálfari liðsins árið 2020.

Eiður hætti með FH eftir það tímabil og gerðist aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Samningi Eiðs við landsliðið var svo sagt upp seint á síðasta ári.

Samkvæmt heimildum hefur verið fundað um málið í allan morgun og verður Eiður Smári kallaður til fundar innan tíðar til að ræða stöðu mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“