Bandarískur karlmaður ætlaði að koma kærustunni á óvart og biðja hennar á hafnaboltaleik um helgina. Það fór eins illa og það mögulega gæti á meðan hneykslaðir áhorfendur horfðu á.
Þetta var á leik Toronto Blue Jays gegn Boston Red Socks á sunnudaginn síðastliðinn.
@canadianpartylife Shes said yes😍 #proposal #jays #toronto #foryourpage #fyp #baseball ♬ original sound – Canadianpartylife
Myndband af bónorðinu hefur farið eins og eldur í sinu um netheima síðan þá en í því má sjá manninn ganga niður tröppur með kærustunni, snúa sér við og stöðva hana í stiganum.
Hann kyssti hana og sagðist elska hana áður en hann fór á skeljarnar. Kærastan tók andköf á meðan hann náði í hringinn í vasanum. Nema þetta var enginn demantshringur heldur plasthringur með sleikjó í stað demants.
Kærastan brást mjög illa við að sjá hringinn, hún sló hann utan undir og spurði „hvað í fjandanum er að þér?“
Áhorfendur fylgdust hneykslaðir með á meðan hún skvetti drykknum sínum yfir hann.
Eins og fyrr segir hefur myndbandið farið eins og eldur í sinu um netheima. Á meðan sumir hlæja að atvikinu benda aðrir á nokkra mikilvæga punkta. Í fyrsta lagi er það alvarlegt mál að hún sló hann utan undir. Í öðru lagi vilja sumir meina að í hinum vasanum má sjá annað box, þar sem alvöru hringurinn var og að sleikjóhringurinn átti að vera grín.
Svo bentu margir netverjar á að það sé möguleiki að þetta hafi verið leikið.
„Það var engin ástæða fyrir hana að slá hann utan undir, sérstaklega fyrir framan mörg þúsund manns,“ segir einn netverji.