Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem átti sér stað á gatnamótum Nýbýlavegar og Hjallabrekku í Kópavogi í gær, miðvikudaginn 5. október.
Tilkynning til lögreglu um slysið barst kl. 08:42, en áreksturinn varð milli rauðrar vörubifreiðar og dökkgrárrar Volkswagen bifreiðar. Ökumönnum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa. Vörubifreiðinni var ekið Nýbýlaveg til austurs en fólksbílnum til vesturs með fyrirhugaða akstursstefnu til vinstri suður Hjallabrekku. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn.
Þeir sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Lögregluna í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið sigrun.jónasdottir@lrh.is