Oliver Kahn stjórnarmaður hjá FC Bayern hefur staðfest að félagið hafi í raun og veru skoðað það að kaupa Cristiano Ronaldo í sumar.
Bayern neitaði alltaf fyrir að hafa áhuga á Ronaldo í sumar en nú kemur í ljós að málið kom til umræðu.
„Við ræddum aðeins um Ronaldo og Dortmund gerði það eflaust líka,“ sagði Kahn.
Ronaldo sem er 37 ára vildi fara frá Manchester United en stærstu félög Evrópu vildu ekki snerta á honum.
„Við sjáum alveg stóru myndina fyrir þýsku deildina. Stórstjarna eins og Ronaldo er mikilvægur partur í að auka áhuga á deildinni.“
„Hann er einn sá besti í sögunni en við ákváðum nokkuð fljótlega að láta þetta eiga sig.“