Forráðamenn Manchester United halda áfram að fylgjast með Benjamin Sesko framherja Red Bull Salzburg.
Ensk blöð segja að félagið heillist af honum og skoði möguleikana á að kaupa hann næsta sumar.
Það gæti þó orðið ansi flókið mál þar sem Red Bull Leipzig hefur nú þegar gengið frá kaupum á Sesko.
Sesko er 19 ára gamall og kemur frá Slóveníu en hann skoraði líklega mark ársins með landsliðinu í síðustu viku.
Því er haldið fram að United skoði hann sem arftaka Cristiano Ronaldo en líklega þarf að borga Leipzig væna summu til að sleppa honum næsta sumar.
It takes a special player to score a goal like this… Every top club is going to want Sesko in the coming seasons ⭐️pic.twitter.com/J87lYNZL0G
— Matt Reed (@MattReedFutbol) September 28, 2022