fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Því er haldið fram að Birki Má verði hent út af Hlíðarenda eftir tímabilið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 08:15

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því var haldið fram í Stúkunni á Stöð2 Sport í gær að Valur muni láta Birki Má Sævarsson fara frítt frá félaginu í sumar.

Birkir Már er í hópi þeirra sem eru að verða samningslausir en þar eru líka Birkir Heimisson, Sebastian Hedlund og Arnór Smárason.

Sigurður Egill Lárusson framlengdi við Val á dögunum eftir mikinn áhuga frá öðrum liðum. Samkvæmt Stúkunni fá ekki fleiri leikmenn nýjan samning.

„Það eru sögusagnir um það að aðrir leikmenn sem eru að renna út á samning hjá Val að það verði ekki endursamið við þá. Það eru skilaboð frá nýjum þjálfara að hann sjái ekki að hann þurfi á þeim að halda,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni og á þar við Arnar Grétarsson.

Orri Sigurður Ómarsson hefur verið meiddur allt tímabilið og verður samningslaus, þar eru líka Rasmus Christiansen, Lasse Petry og fleiri.

„Þetta eru margir leikmenn. Þetta er Birkir Már,“ sagði Gummi Ben meðal annars en Fótbolti.net sagði fyrst frá.

Birkir Már er 37 ára gamall en hann er einn dáðasti sonur Vals, hann kom til félagsins úr atvinnumennsku árið 2018 og hefur verið einn besti leikmaður liðsins síðan þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Í gær

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust