Wesley Fofana varnarmaður Chelsea fór grátandi af velli gegn AC Milan í gær og nú er óttast að hann verði lengi frá.
Chelsea borgaði um 75 milljónir punda fyrir Fofana í sumar sem lagði mikið á sig til að losna frá Leicester.
Hann skoraði fyrsta mark leiksins í sigri liðsins á AC Milan í gær en fór skömmu síðar af velli með tárin í augunum.
Fofana sást svo eftir leik í spelku og á hækjum og óttast stuðningsmenn Chelsea það versta.
Meiðsli Fofana eru á hné og mátti sjá spelku styðja við hné hans á meðan hann gekk út af Stamford Bridge í gær.
Mynd af því er hér að neðan.