Samkvæmt tölum frá Gas Infrastructure Europe frá á mánudaginn voru evrópskir gasgeymar tæplega 90% fullir. Auk Frakklands voru gasgeymar í Belgíu og Portúgal fullir. Minnst er komið í geymana í Ungverjalandi, Búlgaríu og Lettlandi en þar voru þeir tæplega 80% fullir á mánudaginn.
Rússneska orku- og gasfyrirtækið Gazprom tilkynnti í gær að það muni hefja aftur afhendingu á gasi til Ítalíu í gegnum Austurríki. Gasstreymið til Ítalíu var stöðvað um helgina vegna þess að rekstraraðilar gasleiðslnanna í Austurríki vildu ekki leyfa rússnesku gasi að renna eftir þeim. En nú hafa Ítalir og Gazprom fundið lausn á þessu.
Fyrir innrás Rússa í Úkraínu kom 40% af því gasi, sem Ítalir nota, frá Rússlandi. Nú er hlutfallið komið niður í 10%. Ítalir fá nú megnið af gasi sínu frá Alsír og Norðurlöndunum.