fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Breskum hjónum rænt – Drepin og kastað í á

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 19:00

Saundershjónin. Mynd:Pacific Bulb Society

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar 2018 voru Rod Saunders, 74 ára, og eiginkona hans, hin 63 ára Rachel Saunders, á ferðalagi í Suður-Afríku en þau voru frá Bretlandi. Þau gistu í tjaldi í Ngoye Forest Reserve og hurfu þaðan. Síðast var vitað um þau þann 8. febrúar þegar þau sögðu starfsmanni að þau hefðu í hyggju að tjalda á svæðinu.

Það gerðu þau og hurfu síðan. Lögreglan segir að Savefundeen Aslam Del Vecchio, Bibi Fatima Patel, eiginkona hans, og leigjandi þeirra, Mussa Ahmad Jackson, hafi numið hjónin á brott, rænt þau og myrt aðfaranótt 10. febrúar en tilkynnt var um hvarf þeirra þann dag.

Málið er nú fyrir dómi í Suður-Afríku. Meðal þeirra gagna sem hafa verið lögð fram eru textaskilaboð frá Del Vecchio til Patel og Jackson þar sem fram kemur að eldri hjón séu nærri og séu „bráð“ fyrir „veiðiferð“.

Í öðrum skilaboðum, sem voru send til óþekkts aðila, segir að það sé „mjög mikilvægt að lík fórnarlambanna finnist aldrei“.

New York Post segir að Del Vecchio og Patel hafi verið handtekin 15. febrúar. Þau hafi þá verið undir eftirliti vegna meintra tengsla þeirra eða stuðnings við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið.

Jackson var handtekinn nokkrum vikum síðar og sagði lögreglunni þá að hann hefði hjálpað Del Vecchio og Patel að henda líkum hjónanna, innvöfðum í svefnpoka, í ána.

Illa farin lík hjónanna fundust nokkrum dögum eftir morðin en það tók nokkra mánuði að bera kennsl á þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður