Það gerðu þau og hurfu síðan. Lögreglan segir að Savefundeen Aslam Del Vecchio, Bibi Fatima Patel, eiginkona hans, og leigjandi þeirra, Mussa Ahmad Jackson, hafi numið hjónin á brott, rænt þau og myrt aðfaranótt 10. febrúar en tilkynnt var um hvarf þeirra þann dag.
Málið er nú fyrir dómi í Suður-Afríku. Meðal þeirra gagna sem hafa verið lögð fram eru textaskilaboð frá Del Vecchio til Patel og Jackson þar sem fram kemur að eldri hjón séu nærri og séu „bráð“ fyrir „veiðiferð“.
Í öðrum skilaboðum, sem voru send til óþekkts aðila, segir að það sé „mjög mikilvægt að lík fórnarlambanna finnist aldrei“.
New York Post segir að Del Vecchio og Patel hafi verið handtekin 15. febrúar. Þau hafi þá verið undir eftirliti vegna meintra tengsla þeirra eða stuðnings við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið.
Jackson var handtekinn nokkrum vikum síðar og sagði lögreglunni þá að hann hefði hjálpað Del Vecchio og Patel að henda líkum hjónanna, innvöfðum í svefnpoka, í ána.
Illa farin lík hjónanna fundust nokkrum dögum eftir morðin en það tók nokkra mánuði að bera kennsl á þau.