fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Vakti verulega athygli fyrir ummæli sín í beinni – ,,Réttur leikari fyrir rétta kvikmynd“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 5. október 2022 20:18

Haaland er magnaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thierry Henry, goðsögn Arsenal, vakti athygli í setti Sky Sports í gær er hann ræddi framherjann öfluga Erling Haaland.

Henry var í settinu ásamt þeim Jamie Carragher og Micah Richards sem eru báðir fyrrum landsliðsmenn Englands.

Frakkinn var að bera saman Haaland og Robert Lewandowski og vildi meina að sá síðarnefndi væri alveg jafn mikilvægur fyrir Barcelona og Haaland er fyrir Manchester City.

Báðir leikmenn skiptu um lið í sumar en Haaland gekk í raðir Man City frá Dortmund og Lewandowski í raðir Barcelona frá Bayern Munchen.

Henry telur að leikstíll Man City henti Haaland betur og þess vegna lítur hann í raun betur út þó að Lewandowski hafi byrjað frábærlega á Spáni.

,,Þetta er bara önnur íþrótt. Eins og ég hef alltaf sagt, þú þarft að ráða réttan leikara fyrir rétta kvikmynd. Það sem Haaland er að gera, hann er fullkominn leikari fyrir þetta lið,“ sagði Henry.

,,Stundum spilarðu með öðru liði – ég hefði ekki spilað fyrir Bolton, eruði klikkaðir?“

,,Það sem ég er að segja er að ef ég hefði lent í löngu boltunum undir Sam Allardyce, þá hefði ég yfirgefið völlinn í hálfleik.“

Bæði Richards og Carragher voru orðlausir eftir ummæli Henry en Haaland hefur skorað 17 mörk fyrir Englandsmeistarana á tímabilinu til þessa.

Henry neitaði að gefa eftir og hélt því fram að Lewandowski væri öflugur fyrir Barcelona og Haaland væri fyrir enska stórliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna