Á dögunum kom út skýrsla á vegum Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands um niðurstöður þjónustukönnunar Hugarafls. 90% félagsmanna eru mjög ánægðir með starf Hugarafls en 3% óánægð samkvæmt könnuninni sem náði til virkra félagsmanna Hugarafls síðustu tvö ár. Á annað hundað manns tóku þátt í könnuninni.
„Niðurstöður könnunarinnar eru mjög jákvæðar. Mikill meirihluta svarenda telur Hugarafl hafa aðstoðað sig mjög eða frekar mikið í að ná árangri í bataferli sínu, eða 84%. Hlutfallslega flestir leituðu fyrst til Hugarafls til að auka virkni sína eða 52%. Um helmingur svarenda greindu frá því að hafa leitað til Hugarafls vegna afleiðinga áfalls eða áfalla (51%), félagslegrar einangrunar (50%) og til að valdeflast (49%). Auk þess leitaði nokkuð stór hópur til Hugarafls til að efla starfsgetur sína eða fara í endurhæfingu (40%). Tæplega fimmtungur leitaði til Hugarafls vegna sjálfsvígshugsana eða sjálfsvígstilraunar. 16% þátttakenda leituðu fyrst til Hugarafls fyrst sem aðstandendur, til að fá stuðning, upplýsingar eða aðstoð vegna annars aðila,“ segir Auður Axelsdóttir, framkvæmdastjóri Hugarafls. Hún segir að aðstandendur sem leita til Hugarafls óski eftir ráðgjöf og taka þátt í hópastarfi.
90% félagsmanna eru mjög ánægðir með starf Hugarafls en 3% óánægð samkvæmt könnuninni. Ánægðir nefna m.a. hlýtt viðmót, persónulega nálgun og nefna mikilvægi þess að hjá Hugarafli er ekki litið á greiningu sem aðalatriði, að vera ekki greiningin eins og sumir höfðu upplifað í öðrum úrræðum.
84% félagsmanna þakka Hugarfli árangur í bataferli sínu. Margir þakka fræðslu um leiðir til að höndla vanlíðan 44% félagsmanna segja þátttöku í Hugarafli hafa elft starfsgetu sína og 61% félagsmanna segja að starf Hugarafls hafi farið fram úr væntingum þeirra. „Tekið er m.a. fram mikilvægi þess að tilheyra hópi, jafningjastuðningur og að það sé mikil fjölbreytni í leiðum innan samtakanna. Í opnum svörum var algengt að fólk greindi mikilvægi þess að tilheyra samfélagi félagsmanna Hugarafls, fá stuðning frá og vera samþykkt af öðrum notendum hefði reynst þeim vel. Þá var einnig nefnt að fjölbreytni í framboði af úrræðum hefði farið fram úr þeim væntingum sem það hafði um þjónustuna,“ segir Auður.
Þátttakendur nefndu að hafa fengið fræðslu til að takast á við vanlíðan, sögðu starfið vera valdeflandi, að starfið hefði aukið virkni og elft starfsgetu, að hafa fengið fræðslu um réttindi, að þátttaka auki tengsl við annað fólk og að hafa fengið aðstoð við að líta bjartari augum á framtíðina.
Flestir þátttakendur völdu nokkra svarmöguleika og má því gera ráð fyrir að starf og þjónusta Hugarafls styðji notendur við að ná andlegum bata á fjölbreyttan hátt.